Leikmenn Manchester United eru sagðir hissa og pirraðir á því hvernig Erik ten Hag hefur ítrekað breytt byrjunarliði sínu á þessu tímabili.
Daily Mail hefur þetta eftir heimildarmanni úr United sem telja breytingarnar alltof miklar.
Ten Hag hefur á þessu tímabili breytt talsvert á milli leikja og þá hefur hann gert mikið af skiptingum í leikjum sem hafa vakið furðu.
Ten Hag hefur sagt að breytingarnar séu gerðar til að halda mönnum ferskum en þetta telja leikmenn United ekki eðlilegt.
Þeir vilja frekar spila og halda takti frekar að vera í endalausum breytingum sem Hollendingurinn hefur verið að fara í á þessu tímabili.
🚨 Erik ten Hag's heavy rotation this season is said to be puzzling some players, who are unsure about his claims that they are rotated due to fatigue. Many of them would prefer to keep playing and find their rhythm in this difficult start to the season. [@MailSport] #mufc pic.twitter.com/DFzitfwcWf
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) October 8, 2024