fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
433Sport

Biðst afsökunar eftir að hafa verið kallaður á fund vegna orða hans – „Ég mun ekki árita neitt svona homma drasl“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. október 2024 13:30

Kevin Behrens Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin Behrens framherji Wolfsburg er í vandræðum eftir að hafa neitað að skrifa á treyju í regnbogalitum sem á að styðja við fjölbreytileika.

Þessi 33 ára framherji vildi ekki sjá það að skrifa á treyjuna og sagði. „Ég mun ekki árita neitt svona homma drasl,“ sagði Behrens.

Forráðamenn Wolfsburg voru brjálaðir yfir þessu og kölluðu framherjann strax til fundar þar sem hann sagðist ekkert hafa á móti samkynhneigðum.

Þýska félagið segir þessa framkomu ekki í samræmi við gildi félagsins.

„Ég lét þessi ummæli frá mér ósjálfrátt, ég vil biðjast afsökunar. Þetta var ekki í lagi,“
sagði Behrens.

„Við höfum tekið á þessu máli saman og ég mun ekki tjá mig meira um þetta.“

Framherjinn er í litlu hlutverki hjá Wolfsburg en hann á að baki einn A-landsleik fyrir Þýskaland.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pogba orðaður við mjög óvænt skref

Pogba orðaður við mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lúðvík velur hóp til æfinga

Lúðvík velur hóp til æfinga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Verðlaunafé snarhækkar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Virkilega sáttur með að hafa yfirgefið Manchester United

Virkilega sáttur með að hafa yfirgefið Manchester United
433Sport
Í gær

Svona verða undanúrslit enska deildabikarsins

Svona verða undanúrslit enska deildabikarsins
433Sport
Í gær

Víkingar mæta slóvensku eða grísku liði – Spilað í febrúar

Víkingar mæta slóvensku eða grísku liði – Spilað í febrúar