„Tveir heimaleikir sem er alltaf jákvætt, við erum sterkir hérna heima,“ sagði Arnór Ingvi Traustason miðjumaður íslenska landsliðsins fyrir leikina gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni.
Arnór leikmaður Norrköping í Svíþjóð telur möguleikana góða fyrir komandi verkefni.
„Þeir eru með góða leikmenn í góðum liðum, það erum við með líka. Við erum búnir að fara vel yfir þá í vikunni og sjáum góða möguleika,“ segir Arnór fyrir leikinn gegn Wales á föstudag.
Arnór segir stöðu liðsins góða. „Við erum á uppleið og byggja ofan á það sem við gerðum í síðasta verkefni,“ sagði Arnór.
„Það gefur okkur mikið að vinna þessa heimaleiki, í nóvember eru tveir útileikir.“
Arnór er að skoða sín mál í Svíþjóð og gæti farið frá Norrköping í janúar. „Utan við fótboltann líður mér mjög vel, það er basl hjá liðinu. Maður þarf að kunna að einbeita sér að því sem skiptir máli, þetta er ekki gaman að vera í fallbaráttu.“