„Þetta leggst mjög vel, spenntir að spila báða leikina hérna á Laugardalsvelli. Erum mjög gíraðir í þetta,“ sagði Valgeir Lunddal bakvörður Dusseldorf í Þýskalandi og íslenska landsliðsins við 433.is.
Valgeir er mættur til landsins líkt og aðrir leikmenn sem Age Hareide valdi í hópinn fyrir komandi leiki gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildini.
Fyrri leikurinn er á föstudag þegar Wales mætir í heimsókn. „Það er mjög mikilvægt að taka þrjú stig, við þurfum að taka fjögur stig í þessum glugga til að gera eitthvað í þessum riðli. Við verðum að stefna á þrjú stig.“
Spáin fyrir föstudag er ekkert sérstök og vonar Valgeir að það hjálpi íslenska liðinu. „Það nennir ekkert lið að koma hingað að spila í tveimur gráðum og vind, við verðum að taka yfirhöndina í þessum leik.“
„Það er alltaf góð stemming í hópnum, við erum mjög gíraðir.“