Erik ten Hag stjóri Manchester United telur að hann verði ekki rekinn úr starfi og ákvað því að skella sér í stutt frí.
Landsleikjafrí er næstu dagana en stjórnendur Manchester United funda um framtíð stjórans í dag.
Það var fundað á Old Trafford í gær og svo verður fundað í London í dag.
Ten Hag er samkvæmt enskum blöðum öruggur á því að hann haldi vinnunni eftir samtal sitt við stjórnendur félagsins á sunnudag.
Ræddi hann við þá eftir markalaust jafntefli við Aston Villa og samkvæmt enskum blöðum upplifði hann samskiptin þannig að engar breytingar yrðu gerðar.