fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
433Sport

Real notar öll helstu brögðin til að klófesta Trent frítt frá Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 8. október 2024 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er farið að beita öllum brögðum til þess að klófesta Trent Alexander-Arnold frítt næsta sumar.

Jude Bellingham er stærsta beitan sem Real notar en Jude og Trent eru bestu vinir í enska landsliðinu.

Trent þekkir þetta hlutverk því fyrir tveimur árum síðan var hann mikið í því að reyna að sannfæra Bellingham um að koma til Real Madrid.

Segir í enskum blöðum að Trent og Jordan Henderson hafi ítrekað reynt að sannfæra Bellingham þegar enska landsliðið kom saman.

Bellingham valdi Real Madrid og nú er hann komin í það hlutverk að sannfæra Trent um að koma.

Real notar svo annað þekkt bragð og segir Trent að félagið geti ekki keypt en hann fái veglegan launapakka ef hann komi frítt.

Samningur Trent rennur út næsta sumar en þetta bragð hefur Real oft notað og virkaði vel í sumar þegar Kylian Mbappe kom frá PSG.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pogba orðaður við mjög óvænt skref

Pogba orðaður við mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Verðlaunafé snarhækkar

Verðlaunafé snarhækkar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ómyrkur í máli í viðtali – „Ég sé eftir að hafa komið hingað“

Ómyrkur í máli í viðtali – „Ég sé eftir að hafa komið hingað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum
433Sport
Í gær

Amorim um Rashford: ,,Auðvitað, hann er leikmaður Manchester United“

Amorim um Rashford: ,,Auðvitað, hann er leikmaður Manchester United“
433Sport
Í gær

Svona verða undanúrslit enska deildabikarsins

Svona verða undanúrslit enska deildabikarsins