Guðmundur Benediktsson var mættur á leik Fiorentina og AC Milan í Seriu A á Ítalíu á sunnudag. Sonur hans, Albert Guðmundsson skoraði þar sigurmarkið í 2-1 sigri.
Þrátt fyrir góða frammistöðu Alberts var það David De Gea markvörður Fiorentina sem var hetja liðsins. De Gea varði tvær vítaspyrnur í leiknum en átti einnig nokkrar magnaðar vörslur í leiknum. Frammistaða hans tryggði Fiorentina sigurinn.
Guðmundur fékk mynd af sér með De Gea eftir leik og skaut á sinn gamla samstarfsfélaga, Hjörvar Hafliðason. „Hjörvar Hafliðason liked all your pictures on Instagram except for one,“ skrifaði Guðmundur á X-ið.
Hjörvar Hafliðason liked all your pictures on Instagram except for one🤷🏼♂️ pic.twitter.com/ZDUUqNFjVD
— Gummi Ben 🎙️ (@GummiBen) October 7, 2024
Guðmundur og Hjörvar störfuðu lengi saman á Stöð2 Sport og tóku nokkrar rimmur um ágæti De Gea sem var þá markvörður Manchester United.
Hjörvar var mjög illa við De Gea hjá Manchester United, liðinu sem hann styður. Guðmundur var hins vegar duglegur að halda uppi vörnum fyrir þann spænska sem átti mörg góð ár hjá Manchester United.
„Ég átti afmæli í gær. Var með fullan fókus á Facebook kveðjunum. Þær ylja,“ skrifaði Hjörvar í svari til Guðmundur.
Hér að neðan má sjá mjög frægt rifrildi Gumma og Hjörvars um De Gea og markmenn.