Sóknarmaðurinn Gabríel Snær Gunnarsson er farinn til reynslu hjá Sænska félaginu Norrköping. Faðir hans Gunnar Heiðar Þorvaldson átti frábæra tíma sem leikmaður hjá Norrköping.
Gabríel sem er fæddur árið 2008 er mjög efnilegur sóknarmaður sem hefur verið að spila í 2. flokki í sumar þrátt fyrir að vera enn á 3. flokks aldri. Þar hefur hann staðið sig gríðarlega vel, það vel að hann hefur komið inn á í tveimur leikjum í Bestu deildinni á tímabilinu.
Gabríel á einnig að baki 5 unglingalandsliðsleiki
„Gabríel er snöggur leikmaður með góðan leikskilning og gott markanef,“ segir á vef ÍA.
Gabríel var áður hjá ÍBV en fjölskyldan ákvað að flytja á Akranes og þá sérstaklega vegna þess að þar er betri þjálfun fyrir yngri leikmenn í knattspyrnu.