Guardian segir að framtíð Erik ten Hag ráðist á fundi sem stjórnendur Manchester United halda í London í dag á skrifstofu félagsins.
Fundað var á Old Trafford í gær með fjölda aðila en þar var ekki farið yfir þessi mál.
Í London í dag mæta eigendur félagsins og æðstu stjórnendur og segir Guardian að framtíð Ten Hag verði þar rædd.
Guardian segir að ekkert sé búið að ákveða en ef Ten Hag verði rekinn þá sé líklegast að Ruud van Nistelrooy taki tímabundið við.
United færi í þá vinnu að leita að varanlegum arftaka en til að byrja með væri það í höndum Nistelrooy að stýra liðinu.
United er með átta stig eftir sjö umferðir í ensku úrvalsdeildinni sem er slakasta byrjun liðsins í þeirri deild.