Forráðamenn PSG eru alveg að fá nóg af Gianluigi Donnarumma markverði liðsins sem hefur ekki staðið undir væntingum.
Donnarumma er á sínu þriðja tímabili hjá PSG en hann hefur ekki fundið sitt besta form í París.
Donnarumma var frábær hjá AC Milan áður en hann fór til Parísar, eru forráðamenn PSG farnir að skoða að skipta honum út.
Daily Mail heldur því fram í dag að PSG ætli sér að reyna að kaupa Ederson markvörð Manchester City næsta sumar.
Vitað er að Ederson hefur daðrað við það að fara frá City og var í viðræðum við lið í Sádí Arabíu í sumar áður en hann ákvað að vera áfram.
PSG gæti boðið Ederson veglegan launapakka sem gæti freistað hann í það að taka nýja áskorun á ferlinum.