Stjarnan hefur styrkt markvarðarstöðuna sína með nýjum leikmanni, Aron Degi Birnusyni, sem hefur skrifað undir samning við félagið.
Aron fær það hlutverk að keppa við Árna Snæ Ólafsson um stöðuna í markinu á næstu leiktíð.
Aron Dagur, sem er ungur og efnilegur markvörður, kemur inn með mikla hæfileika. Hann hefur sýnt frábæra frammistöðu undanfarin ár í Grindavík.
“Ég hafði mikinn áhuga að ganga til liðs við Stjörnuna eftir að hafa horft á þá spila einn flottasta fótbolta á landinu undanfarin ár. Ég er að koma inn í flottustu aðstöðu á landinu með flottustu þjálfara landsins og tel að ég eigi eftir að bæta mig helling hérna. Ég er alltaf spenntur á að takast á við ný verkefni og sérstaklega svona krefjandi verkefni þar sem það er búist við miklu af liði eins og Stjörnunni. Áfram Stjarnan!” segir Aron Dagur um félagsskiptin