Gylfi Þór Sigurðsson gat æft með íslenska landsliðinu í kvöld á Laugardalsvelli. KSÍ birtir myndir af því á samfélagsmiðlum.
Gylfi hefur ekki getað spilað síðustu tvo leiki með Val vegna meiðsla í baki.
Það stóð tæpt að Gylfi gæti spilað með Val gegn Breiðablik í gær en að lokum gat hann tekið þátt.
Landsliðið kom saman í dag til að undirbúa sig fyrir landsleiki gegn Wales og Tyrklandi í Þjóðadeildinni.
Gylfi snéri aftur í landsliðið í síðasta mánuði og byrjaði báða leiki Íslands og átti góða spretti.