Það er í raun ótrúlegt hverni ferill fyrrum spænska undrabarnsins Jese hefur þróast en hann er 31 árs gamall í dag.
Jese er fæddur árið 1993 en hann hefur undanfarin ár gert lítið á sínum ferli og lék með Coritibia í Brasilíu 2023.
Jese lék með Real Madrid frá 2007 til 2016 og var svo keyptur til Paris Saint-Germain þar sem hlutirnir gengu ekki upp.
Eftir skrefið til PSG hefur lítið heppnast hjá Jese sem stóð sig þó ágætlega með Las Palmas 2021-2022.
Eftir það lék Spánverjinn með Ankaragucu í Tyrklandi, Sampdoria á Ítalíu og Coritibia en gerði afskaplega lítið rétt á vellinum.
Nú hefur Jese skrifað undir hjá liði sem heitir johor Darul Ta’zim en það lið er ekki þekkt og leikur í Malasíu.
Um er að ræða besta lið Malasíu en liðið vann deildina í fyrra og spilar á stórum leikvangi sem tekur 40 þúsund manns.