Manchester City hefur unnið dómsmál sitt við ensku úrvalsdeildina vegna APT regluverks sem deildin hefur verið með.
Málið er ótengt þeim 115 ákærum sem enska úrvalsdeildin lagði fram á City og er það mál í gangi núna.
APT reglurnar eru ólöglegar samkvæmt nýjum dómi sem óháður dómstóll kvað upp um.
Club statement
— Manchester City (@ManCity) October 7, 2024
APT reglurnar eru um auglýsingar frá fyrirtækjum sem eru tengd eigendum liða í deildinni, voru tveir slíkar samningar sem City ætlaði að gera stopaðir af deildinni.
Eigendur City höfðu tengsl við fyrirtækin en hinn óháði dómstóll segir að þessar reglur ensku deildarinnar séu ólöglegar.
Því er um að ræða fullnaðar sigur fyrir City sem mun nú höfða skaðabótamál á ensku deildina