Eins og komið hefur fram þá eru mörg stórlið í Evrópu að fylgjast með miðjumanninum Angel Gomes hjá Lille.
Gomes er fyrrum leikmaður Manchester United og var í akademíu félagsins en hann spilaði aðeins 10 aðalliðsleiki.
United ákvað að losa sig við Gomes árið 2020 en hann er að standa sig frábærlega í Frakklandi þessa dagana.
Gomes viðurkennir að hann hafi áhuga á að semja aftur við United og að það yrði erfitt að hafna uppeldisfélaginu.
,,Þeir eiga alltaf stað í mínu hjarta svo auðvitað verður það virkilega erfitt að segja nei,“ sagði Gomes.
Gomes lék á dögunum sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið en hann er enn aðeins 24 ára gamall.