Fyrrum stjarna í ensku úrvalsdeildinni hefur skrifað undir samning við Plymouth í næst efstu deild Englands.
Um er að ræða sóknarmanninn Andre Gray sem var síðasta á mála hjá Al-Riyadh í Sádi Arabíu.
Gray er 33 ára gamall í dag en hann á að baki landsleiki fyrir Jamaíka og leiki fyrir C lið Englands.
Gray lék lengi vel í ensku úrvalsdeildinni eða frá 2016 til 2020 en hann var þá á mála hjá Burnley og Watford.
Nú mun hann hjálpa Wayne Rooney og félögum í Plymouth en Guðlaugur Victor Pálsson er einnig á mála hjá félaginu.
Gray hefur ekki spilað á Englandi í tvö ár en hann var þá á mála hjá QPR og spilaði 28 leiki ásamt því að skora 10 mörk.