Ruud van Nistelrooy mun mögulega hafna því að taka við Manchester United ef Erik ten Hag verður rekinn frá félaginu.
Þetta fullyrðir enska blaðið Mirror en Van Nistelrooy er fyrrum leikmaður United og er í dag aðstoðarmaður Ten Hag.
Ten Hag er talinn vera á síðasta séns á Old Trafford en hans menn spila við Aston Villa í dag.
Ef þessi viðureign tapast eru góðar líkur á að Ten Hag fái sparkið og er Van Nistelrooy talinn líklegastur til að taka við.
Mirror segir þó að Van Nistelrooy hafi áhyggjur af því að hann væri að svíkja Ten Hag með því að taka við starfinu.
Van Nistelrooy þekkir sjálfur að vera í stöðu Ten Hag en hann ásakaði sinn aðstoðarmann að ræða við stjórn PSV árið 2022 í von um að fá starf aðalþjálfara.