Útlit er fyrir að miðvörðurinn Harry Maguire verði frá í einhvern tíma eftir leik Manchester United og Aston Villa í dag.
Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Maguire yfirgaf völlinn í hálfleik vegna meiðsla.
Eftir leik sást Maguire yfirgefa Villa Park í spelku og er útlitið ekki of bjart fyrir komandi verkefni.
Sem betur fer fyrir United þá er landsleikjahlé framundan en Maguire mun ekki leika með enska landsliðinu.
Maguire er ekki fastamaður í úrvalsdeildarliði United en hann fékk að byrja leikinn í dag og stóð sig ágætlega.