fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
433Sport

Erfitt að sjá bróður sinn hljóta gagnrýni – „Þetta er eitthvað sem þú lærir af“

433
Sunnudaginn 6. október 2024 16:30

Axel Óskar. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markvörðurinn Jökull Andrésson var gestur þeirra Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni þennan föstudaginn, en þátturinn kemur út á 433.is vikulega.

KR var tekið fyrir í þættinum en með liðinu spilar bróðir Jökuls, Axel Óskar Andrésson. Hann kom heim úr atvinnumennsku í vetur en gengi Vesturbæinga á leiktíðinni hefur verið langt undir væntingum.

„Ég ætla að reyna að tala um þetta án þess að gráta,“ sagði Jökull um KR.

Jökull Andrésson. Mynd: DV/KSJ

„Ég hafði aldrei fylgst með KR en eftir að Axel kom þangað er ég orðinn harðasti KR-ingur á jörðinni. Þegar tímabilið er eins og hjá þeim núna, þetta er svo erfitt. Maður veit sem markmaður hvernig tilfinning það er að fá svona mörg mörk á sig og bróðir minn er varnarmaður.“

Axel, sem og aðrir stórir póstar í liði KR, hafa hlotið töluverða gagnrýni á leiktíðinni.

„Ég ætla ekki að ljúga því, þetta hefur verið erfitt. En Axel er búinn til úr steinum. Þetta er ekki gæi sem þú fokkar í. Hann er búinn að fá mikinn hita, sem ég held að atvinnumenn fái almennt meira af. En hann verður milljón sinnum betri leikmaður eftir þetta og andlega betri. Þetta er eitthvað sem þú lærir af,“ sagði Jökull.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn

Fáir sem kaupa nýjustu ummæli þjálfarans – Setti varafyrirliðann á bekkinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Pogba orðaður við mjög óvænt skref

Pogba orðaður við mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Verðlaunafé snarhækkar

Verðlaunafé snarhækkar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ómyrkur í máli í viðtali – „Ég sé eftir að hafa komið hingað“

Ómyrkur í máli í viðtali – „Ég sé eftir að hafa komið hingað“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum
433Sport
Í gær

Amorim um Rashford: ,,Auðvitað, hann er leikmaður Manchester United“

Amorim um Rashford: ,,Auðvitað, hann er leikmaður Manchester United“
433Sport
Í gær

Svona verða undanúrslit enska deildabikarsins

Svona verða undanúrslit enska deildabikarsins
Hide picture