KR er svo gott sem búið að tryggja sér sæti sitt í Bestu deild karla á næsta ári eftir leik við KA sem fór fram á Akureyri í dag.
KA þurfti að sætta sig við tíunda tap sitt á tímabilinu en KR mætti sterkt til leiks og vann 3-0 útisigur.
Viðar Örn Kjartansson gat lagað stöðuna í 2-1 í fyrri hálfleik fyrir KA en hann klikkaði þá á vítapunktinum.
KR er með 28 stig í þriðja sæti neðri riðilsins og er sjö stigum frá fallsæti.
ÍA vann FH á sama tíma örugglega 4-1 og er nú tveimur stigum frá Evrópusæti en Valur á leik til góða í kvöld gegn Breiðabliki.
KA 0 – 4 KR
0-1 Birgir Steinn Styrmisson(‘8)
0-2 Luke Rae(’14)
0-3 Eyþór Aron Wöhler(’85)
0-4 Benoný Breki Andrésson(’88)
ÍA 4 – 1 FH
0-1 Kjartan Kári Halldórsson(‘1)
1-1 Viktor Jónsson(’10)
2-1 Jón Gísli Eyland Gíslason(’13)
3-1 Johannes Vall(’21)
4-1 Hinrik Harðarson(’47)