Bruno Fernandes hefur aldrei upplifað erfiðari tíma hjá Manchester United en í dag en hann greinir sjálfur frá.
Fernandes er fyrirliði United en hann fékk rautt spjald í 3-3 jafntefli við Porto í vikunni en leikið var í Evrópudeildinni.
Fernandes fékk einnig rautt spjald um síðustu helgi í 3-0 tapi gegn Tottenham en United náði að áfrýja því spjaldi þar sem um rangan dóm var að ræða.
,,Þetta er erfitt augnablik fyrir liðið og fyrir mig persónulega, eitt það erfiðasta sem ég hef upplifað,“ sagði Fernandes.
,,Ég hef verið hér í næstum fimm ár og við höfum gengið í gegnum góða og slæma tíma og ég hef þurft að taka á mínum áskorunum á ferlinum.“
,,Það sem hefur aldrei gerst er að ég sé að fela mig þegar illa gengur. Það er enginn svekktari í dag en ég sjálfur.“