Skoska goðsögnin Duncan Ferguson er að vinna frítt þessa dagana en hann er á mála hjá liði Caley Thistle.
Frá þessu er greint í dag en Ferguson er fyrrum leikmaður Everton og þjálfaði liðið í efstu deild um tíma til bráðabirgða.
Ferguson er þjálfari Inverness Caledonian Thistle eða Caley Thistle sem leikur í skosku þriðju deildinni.
Skotinn samþykkti fyrr á árinu að taka á sig 40 prósent launalækkun vegna fjárhagsvandræða en vinnur í dag frítt.
Það eru litlir sem engir peningar til hjá Caleu Thistle sem var að borga Ferguson þrjú þúsund pund á viku til að byrja með.
Ferguson sjálfur hefur staðfest þessar fregnir um mun reyna að hjálpa félaginu á næstu vikum eða mánuðum áður en hann tekur ákvörðun um eigin framtíð.