Cole Campbell gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir aðallið Borussia Dortmund í dag er liðið mætir Union Berlin.
Um er að ræða 18 ára gamlan strák sem er með íslenskt ríkisfang en hann hefur staðið sig vel með yngri liðum Dortmund.
Dortmund spilar við Union Berlin í efstu deild Þýskalands í dag en flautað er til leiks klukkan 13:30.
Cole á að baki sjö landsleiki fyrir U17 landslið Íslands en er í dag hluti af U19 landsliði Bandaríkjanna.
Cole er ákveðin í að spila fyrir landslið Bandaríkjanna í framtíðinni en hann gekk í raðir Dortmund fyrr á þessu ári.
Hann á að baki leiki fyrir tvö lið í Bestu deildinni hérlendis eða FH og Breiðablik.