fbpx
Föstudagur 04.október 2024
433Sport

Stjarnan staðfestir komu Samúels Kára

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. október 2024 12:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan og Samúel Kári hafa skrifað undir samning til næstu 4 ára Samúel Kári er kraftmikill miðjumaður sem hefur leikið með bæði íslenska landsliðinu og sterkum erlendum félögum.

“Eftir þrettán ár í atvinnumennsku er ég hæst ánægður með að vera kominn í Stjörnuna og að allt sé klappað og klárt.

Stjarnan er á mjög spennandi vegferð og leikstíll þeirra hentar mér mjög vel og hlakkar mig mikið til þess að taka þátt í því og vonast til að geta nýtt reynslu mína í þetta verkefni ásamt þvi að gera atlögu á titla og evrópu.” sagði Samúel Kári við undirritun samningsins

“Það er gríðarlega ánægjulegt að fá Samúel til liðs við okkur og við erum sannfærðir um að hann muni smellpassa inní það sem við höfum verið að gera í Garðabænum undanfarin ár en eins og flestir vita þá tókum við fyrir nokkrum árum ákvarðanir um hvernig við viljum staðsetja okkur í íslenskum fótbolta og höfum unnið markvisst að þeirri hugmyndafræði og höfum verið leiðandi í því og núna er kominn tími til að stíga næstu skref á þeirri vegferð sem við höfum verið á. Liðið okkar er frábært og það eru ákaflega spennandi tímar framundan hjá okkur í Stjörnunni.” segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður mfl. karla í fótbolta

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Samúel Kári í Stjörnuna – Verður kynntur á morgun

Samúel Kári í Stjörnuna – Verður kynntur á morgun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Svona er staðan í Meistaradeildinni – Sjö lið með fullt hús stiga

Svona er staðan í Meistaradeildinni – Sjö lið með fullt hús stiga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tekur fólk með í ferðalagið – Ætlar að láta laga skallablettina á hausnum

Tekur fólk með í ferðalagið – Ætlar að láta laga skallablettina á hausnum
433Sport
Í gær

Gæti orðið eftirsóttasti bitinn næsta sumar miðað við fréttir

Gæti orðið eftirsóttasti bitinn næsta sumar miðað við fréttir