Talið er að BBC muni á næstunni reka Gary Lineker úr starfi sem stjórnandi Match of the Day sem er einn vinsælasti þátturinn í bresku sjónvarpi.
Lineker hefur stýrt þættinum í 25 ár en samningur hans við BBC rennur út næsta vor en til skoðunar er að reka hann.
Þannig hefur Daily Mail undir höndum tölvupóst þar sem starfsfólk BBC er að semja tilkynningu til að greina frá því að Lineker sé hættur.
Lineker hefur verið launahæsti starfsmaður BBC í mörg ár en hann þénar í dag rúmar 200 milljónir á ári fyrir þættina 38 sem hann stjórnar.
BBC vildi ekki tjá sig um málið þegar Daily Mail leitaðist eftir því og Lineker var ekki í neinu skapi þegar hann var spurður.
„Farðu til fjandans, ég mun ekki tala við þig,“ sagði Lineker við blaðamenn Daily Mail sem sátu fyrir utan heimili hans og reyndu að fá svör.
Match of the Day er þáttur sem fer yfir alla leiki í ensku úrvalsdeildinni og hefur Lineker notið mikilla vinsælda í starfi.