Það kom mörgum á óvart þegar Kylian Mbappe var ekki valinn í franska landsliðshópinn í vikunni.
Mbappe er leikmaður Real Madrid en hann er einn mikilvægasti leikmaður Frakklands sem á verkefni framundan í Þjóðadeildinni.
Mbappe spilaði fyrir aðeins nokkrum dögum gegn Lille í Meistaradeildinni en hans menn töpuðu viðureigninni 1-0.
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakklands, segir að Mbappe sé lítillega meiddur en margir efast um þessi ummæli.
Margir telja að Mbappe sé einfaldlega að taka sér frí frá landsliðinu í þetta skipti og mæti í kjölfarið sterkari til leiks með félagsliði sínu eftir hlé.
,,Ég ræddi við Kylian um stöðuna. Hann mun spila á laugardaginn og auðvitað eru spurningar,“ sagði Deschamps.
,,Hann er að glíma við ákveðið vandamál sem er ekki alvarlegt en hann þarf á aðhlynningu að halda. Ég ætla ekki að taka neina áhættu. Það er ástæðan fyrir fjarveru Kylian.“