Samkvæmt fréttum dagsins eru forráðamenn PSG farnir að setja allt á fullt til að fá Mo Salah frítt frá Liverpool næsta sumar.
Þessi 32 ára gamli leikmaður þarf að íhuga framtíð sína á næstunni en samningurinn við Liverpool rennur út næsta sumar.
Segir í fréttum dagsins að Salah hafi ekki áhuga á að fara til Sádí Arabíu á næstu þremur árum. Vill kappinn spila á meðal þeirra bestu áfram.
Talið er að Liverpool vilji gera allt til að klófesta Salah sem hefur verið einn besti leikmaður enska boltans síðustu ár.
PSG telur sig geta klófesta Salah og og boðið honum launapakka sem ekki er í boði á Anfield.