Nýr þáttur af Íþróttavikunni er kominn út og þar mætir Jökull Andrésson í heimsókn til þeirra Helga Fannars og Hrafnkels Freys.
Í þættinum fer hann yfir afrek Aftureldingar, þar sem hann stóð á milli stanganna er liðið fór upp í efstu deild.
Þá ræðir Jökull stöðu sína hjá Reading á Englandi, ferilinn hingað til í neðri deildum Englands og margt fleira.
Horfðu á þáttinn í spilaranum, en hann er einnig aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum.