„Sama leiðinlega svarið, fyrirgefið mér það,“ sagði Arne Slot stjóri Liverpool þegar hann var mættur á fréttamannafund í morgun.
Hann var eins og oft undanfarið spurður út í framtíð Trent Alexander-Arnold, Mo Salah og Virgil van Dijk sem allir verða samningslausir næsta sumar.
Spænskir miðlar segja í dag að forráðamenn Real Madrid séu farnir að ræða við Trent um að koma næsta sumar og Salah var í gær orðaður við PSG.
„Núna er að koma landsleikjafrí, þið getið reynt að spyrja mig eftir það,“ sagði Slot.
Um er að ræða þrjá af bestu leikmönnum Liverpool síðustu ár en búist er við að félagið reyni sitt besta til að halda þeim öllum.
🔴⚠️ Arne Slot on Alexander-Arnold, Salah and van Dijk contracts: “Same boring answer, I’m sorry!”.
“Now there’s the international break coming… ask me after that”. pic.twitter.com/UePYbaFFn9
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 4, 2024