Varnarmenn Chelsea hafa svo sannarlega fengið að heyra það fyrir frammistöðu sína í gær í leik gegn Newcastle.
Chelsea tapaði 2-0 í enska deildabikarnum en leikið var 16-liða úrslitum keppninnar.
Chelsea fékk sín færi í leiknum en vörn liðsins sem skipaði Benoit Badiashile, Axel Disasi, Marc Cucurella og Tosin Aderabayo hefur fengið mikið skítkast.
Chelsea stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum en leikmenn eins og Cole Palmer, Nicolas Jackson, Levi Colwill, Moises Caicedo og Robert Sanchez tóku engan þátt.
Filip Jorgensen varði mark Chelsea í leiknum en hann var alls ekki öruggur á milli stanganna og fær falleinkunn frá mörgum miðlum.
Flestir miðlar telja að Basiashile hafi átt einn sinn versta leik í treyju Chelsea og gefa honum tvo eða þrjá í einkunn af tíu fyrir sína frammistöðu.
Miðja liðsins var heldur ekki heillandi og fær slaka dóma en sóknarmennirnir Joao Felix, Chstipher Nkunku og Mykhailo Mudryk þóttu standa fyrir sínu.