Real Madrid er farið að skoða aðra kosti ef svo fer að Trent Alexander-Arnold mætir ekki næsta sumar.
Real Madrid vill fá Trent frítt frá Liverpool næsta sumar en óvíst er hvort það takist.
AS á Spáni segir að Real Madrid sé farið að skoða Pedro Porro bakvörð Tottenham ef Trent er ekki klár.
Porro er 25 ára gamall og hefur átt góð ár hjá Tottenham og vakið athygli stærri liði.
Málefni Trent komast ekki á hreint strax en Liverpool hefur ekki gefið upp alla von að gera við hann nýjan samning.