Jóhann Birnir Guðmundsson heldur áfram með meistaraflokk karla ÍR og mun stýra liðinu næstu tvö árin.
Jóhann hefur stýrt liðinu undanfarin ár með Árna Frey Guðnasyni sem ákvað að hoppa frá borði á dögunum.
Árni og Jóhann skrifuðu í haust undir nýjan samning við ÍR en Árni hætti til að taka við Fylki á dögunum.
„Jói kom fyrst til félagsins fyrir tveimur árum þar sem hann var ráðinn sem annar af tveimur aðalþjálfurum liðsins. Liðið hefur náð góðum árangri eftir komu Jóa til félagsins en við ætlum bara að gefa enn meira í á næsta ári og halda áfram að gera enn betur,“ segir á vef ÍR.