Eins og flestir vita þá hefur enska knattspyrnusambandið ákveðið að ráða hinn þýska Thomas Tuchel til starfa en hann hefur störf þann 1. janúar.
Tuchel er fyrrum stjóri liða eins og PSG, Chelsea og Bayern Munchen og er að taka við sínu fyrsta landsliði.
Ítalski miðillinn Radio Mana greinir nú frá því að Tuchel hafi haft áhuga á að taka við liði Roma fyrr á árinu.
Tuchel var hrifinn af verkefninu hjá Roma en ítalska félagið hafnaði Þjóðverjanum og ákvað að velja Ivan Juric í staðinn.
Juric hefur hins vegar ekki byrjað vel hjá Roma sem tapaði 5-1 gegn Fiorentina um helgina og hefur unnið þrjá af síðustu átta leikjum sínum.
Möguleiki er á að Roma sé við það að reka Juric úr starfi en Tuchel er ekki fáanlegur í dag og þarf félagið því að horfa annað.