„Þetta ætti að koma í ljós eftir leik okkar á morgun,“ segir Ruben Amorim stjóri Sporting Lisbon um það hvort hann sé að taka við Manchester United.
Sporting á leik í deildinni í Portúgal annað kvöld og Amorim segir að eftir hann komist það á hreint hvort hann taki við.
Miðlar í Portúgal segja þó að allt sé klappað og klárt, Amorim taki við United 10 nóvember.
Samkomulag um slíkt sé í höfn. „Það eru viðræður á milli félaganna, þetta er flókið mál.“
„Það er riftunarákvæði í samningi mínum en fólk þarf að ræða málin,“ segir Amorim en United borgar um 8 milljónir punda til að losa hann.