Ef Manchester United ætlar að rá Ruben Amorim til starfa strax þarf félagið að borga 714 milljónir króna fyrir aðstoðarmenn hans.
Klásúla er í samningi Amorim sem hægt er að virkja fyrir um 8 milljónir punda. Þar stendur þó að Amorim þurfi að starfa fyrir félagið í 30 daga frá því að klásúlan er gerð virk.
Sporting er tilbúið að hleypa Amorim í burtu ef United borgar fyrir þá þrjá aðstoðarmenn sem Amorim vill taka með sér.
Times segir frá þessu og segir að viðræður þess efnis séu nú í gangi til að fá Amorim til starfa fyrir leikinn gegn Chelsea á sunnudag.
Amorim er 39 ára gamall en hann hefur í tvígang gert Sporting að meisturum á síðustu fjórum árum í Portúgal.
🚨 BREAKING:
If Manchester United agree to pay £4m for Ruben Amorim’s three staff members, Sporting will waive the 30-day notice period. #MUFC [@TimesSport] pic.twitter.com/si4fLS18Yv
— mufcmpb (@mufcMPB) October 30, 2024