The Athletic segir frá því í dag að Erik ten Hag fyrrum stjóri félagsins hafi viljað fá fyrrum framherja félagsins til liðsins í sumar.
Um er að ræða Danny Welbeck fyrrum framherja félagsins hjá Brighton.
Welbeck er 33 ára gamall en hann fór frá United fyrir tíu árum og gekk þá í raðir Arsenal.
Welbeck var í fimm ár hjá Arsenal, tók eitt ár hjá Watford og hefur svo verið hjá Brighton í fjögur ár.
Welbeck er kröftugur framherji sem ólst upp hjá Manchester United en það var Louis van Gaal sem seldi hann frá félaginu.
Ten Hag vildi fá hann aftur en félagið taldi það ekki rétt að sækja hann í sumar.