Cristiano Ronaldo var algjör skúrkur þegar Al-Nassr datt úr leik í Konungsbikarnum í Sádí Arabíu í gærkvöldi.
Al Taawoun vann þar 0-1 sigur á Al-Nassr en Ronaldo fékk gullið tækifæri til að jafna leikinn.
Á 96 mínútu fékk Al-Nassr vítaspyrnu og Ronaldo fékk eðlilega að taka hana.
Ronaldo var hins vegar ekki í markaskónum í leiknum og klikkaði á spyrnunni.
Klúðrið má sjá hér að neðan.
🚨🚨| Cristiano Ronaldo missed a penalty in the 90+6' that could have tied the game, knocking Al-Nassr out of the King Cup… 🫣
— CentreGoals. (@centregoals) October 29, 2024