O Jogo í Portúgal segir að lykilmenn Sporting Lisbon séu reiðir yfir því að Ruben Amorim sé að íhuga að taka við Manchester United.
Um er að ræða leikmenn sem gátu farið annað í sumar en voru beðnir um að halda tryggð við félagið og taka eitt tímabil í viðbót með Amorim.
Viktor Gyokeres og Morten Hjulmand eru sagðir í hópi þeirra sem eru ósáttir með að Amorim sé líklega að fara.
Amorim mætti til að stýra æfingu Sporting í dag en Manchester United reynir að ná saman við Sporting um stjórann og aðstoðarmenn hans.
Amorim vill taka við United en gæti þurft að bíða í einhverja daga á meðan félögin ræða málin.
Lykilmennirnir eru sagðir hafa látið vita af óánægju sinni en fjöldi liða vildi kaupa Gyokeres og Hjulmand í sumar en Sporting vildi reyna að verja titilinn í Portúgal.