Jarrod Bowen sóknarmaður West Ham er komin í hópi með Gylfa Þór Sigurðssyni og fleiri góðum sem hafa skorað í leik sem kostar þrjá stjóra andstæðinganna starfið.
Bowen skoraði sigurmark West Ham gegn Manchester United á sunnudag og var Erik ten Hag í kjölfarið rekinn.
Bowen hafði einnig skorað í leikjum sem kostaði Bruno Lage starfið sitt hjá Wolves og einnig þegar hann skoraði gegn Everton þá missti Frank Lamaprd starfið sitt
Sjö aðrir leikmenn hafa afrekað það að skora í leik sem kostar þrjá stjóra andstæðinganna starfið.
Gylfi Þór er þar á lista en einnig Chris Wood, Riyad Mahrez, Sadio Mane, Xherdan Shaqiri, Salomon Kalou og Darius Vassell.