Ruben Amorim mun í dag ferðast til Englands. Frá þessu segir CNN í Portúgal en hann er að taka við Manchester United.
Þar segir að Amorim muni taka þrjá aðstoðarmenn með sér en það eru þeir Carlos Fernandes, Adelio Candido og Jorge Vital.
Amorim er 39 ára gamall Portúgal en hann hefur verið orðaður við nokkur lið síðustu mánuði.
Manchester United fór strax í viðræður við Amorim og Sporting Lisbon eftir að ákveðið var að reka Erik ten Hag.
Amorim gæti stýrt United gegn Chelsea á sunnudag en hann þarf að klára allt og fá atvinnuleyfi áður en hann getur tekið til starfa.
🚨 Ruben Amorim will travel to England tomorrow with three of his Sporting coaches – Carlos Fernandes, Adelio Candido and Jorge Vital. [@cnnportugal] #mufc pic.twitter.com/6Q5LBjcePB
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) October 29, 2024