Forráðamenn Manchester United íhugar það alvarlega að framlengja samning Harry Maguire sem rennur út eftir þetta tímabil.
United er með ákvæði í samningi Maguire um að framlengja hann um eitt ár.
Það ákvæði er til skoðunar að virkja en Maguire er 31 árs gamall en er í aukahlutverki hjá United núna.
Forráðamenn United vilja ekki missa Maguire frítt og ætla því líklega að nýta sér ákvæðið.
Maguire hefur verið hjá United frá árinu 2019 en hann hefur verið orðaður við önnur lið síðustu ár en ekki farið.