Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands vonast eftir því að fólk fjölmenni á völlinn gegn Wales á föstudag í næstu viku. Um er að ræða leik í Þjóðadeildinni.
Dræm mæting hefur verið á heimaleiki landsliðsins undanfarið og nú þegar rúm vika er í leik er búið að selja um 3400 miða.
„Vonandi sér fólk að við erum að reyna, þannig fáum við fleiri á völlinn. Við reynum alltaf að sækja til sigurs og vera jákvæðir,“ segir Hareide.
Af þeim 3400 miðum sem búið er að selja hafa þúsund af þeim farið til stuðningsmanna Wales.
Því er tæplega 30 prósent af seldum miðum til þeirra en KSÍ og Hareide vonar að stuðningsmenn Íslands taki við sér.