Andri Lucas Guðjohnsen var i byrjunarliði Gent sem heimsótti Chelsea í Sambandsdeildinni í kvöld en ellefu breytingar voru gerðar á byrjunarliði Chelsea frá síðasta leik.
Gent tapaði 4-2 en Andri Lucas lagði upp eina mark Gent í leiknum. Tsuyoshi Watanabe skoraði þá eftir laglegan undirbúning hans og minnkaði muninn í 2-1.
Chelsea var í stuði í þessum leik en Christopher Nkunku og Pedro Neto voru á meðal þeirra sem skoruðu.
Eiður Smári Guðjohnsen faðir Andra var á meðal þeirra sem mættu á völlinn í dag en einnig bróðir hans Sveinn Aron sem leikur með Sarpsborg í Noregi.
Stoðsendingu Andra má sjá hér að neðan.
🚨⚽️ GOAL
Our defence is sleeping 😴💤
Easy finish #CFC | #UECL | #CHEGNT | #COBW pic.twitter.com/t0pA5xNXUi
— Footballing Hub (@FootballingHub) October 3, 2024