Samkvæmt Kristjáni Óla Sigurðsson er KR að ganga frá kaupum á Júlíus Mar Júlíussyni varnarmanni Fjölnis.
Júlíus var eftirsóttur biti og vildu flest af stærstu liðum landsins krækja í hann.
Miðvörðurinn knái á að hafa valið KR en samkvæmt Kristjáni rífur Vesturbæjar Stórveldið fram 7,5 milljóna króna fyrir Júlíus.
Júlíus vakti mikla athygli í sumar með Fjölni í Lengjudeildinni en tekur nú skrefið upp í efstu deild.
KR er að sækja marga leikmenn en Óskar Hrafn Þorvaldsson virðist ætla að fara í miklar breytingar.
7.500.000 isk fyrir Júlíus Mar. Ekki nema 5.000.000 of mikið. #HeimavinnaHöfðingjans
Ræðum þennan verðmiða í Vigtinni í fyrramálið.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 2, 2024