„Þrír synir feta í fótspor hans, Chelsea goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen og hans ótrúlega arfleið í fótboltanum,“ segir í upphafi greinar á forsíðu The Sun í dag þar sem fjallað er um Eið Smára Guðjohnsen og hans líf.
Eiður Smári er þekkt stærð á Englandi eftir magnaða tíma hans hjá Chelsea þar sem hann skoraði 78 mörk í 263 leikjum fyrir félagið.
Eiður Smári varð í tvígang enskur meistar með Chelsea en í dag er þessi fyrrum leikmaður sérfræðingur um enska boltann hjá Símanum.
Það eru synir hans þrír sem eru til umfjöllunar hjá The Sun í dag en Sveinn Aron, Andri Lucas og Daníel Tristan eru allir atvinnumenn í fótbolta.
Sveinn Aron er 26 ára gamall og er elstur þriggja bræðra. Hann byrjaði ungur í akademíu Barcelona þar sem faðir hans var leikmaður
Hann fór til Gava á Spáni áður en hann fór til Íslands árið 2016 og lék með Val og Breiðablik.
Hann fór til Spezia á Ítalíu tveimur árum síðar en eftir það fór hann til Svíþjóðar og Þýskalands.
Hann spilar nú með Sarpsborg í Noregi og hefur spilað 20 landsleiki fyrir Íslands.
Andri er 22 ára gamall og er líkt og faðir sinn framherji. Hann mætir Chelsea í Sambandsdeildinni í kvöld.
Eins og bræður sínir var hann á Spáni þar sem hann lék með Barcelona, Gava, Espanyol og Real Madrid.
Hann spilaði 21 leik fyrir B-lið Real Madrid áður en hann fór til FIK Norrköping árið 2022.
Hann skoraði bara eitt mark í 32 leikjum þar áður en hann fór til Lyngby í Danmörku í ágúst í fyrra. Þar skoraði hann 13 mörk í 28 leikjum.
Hann gekk svo í raðir Gent í sumar og mætir Chelsea í kvöld.
18 ára og yngstur en hann hefur spilað með Gava, Barcelona, Real Madrid og Malmö.
Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Malmö í fyrra og var í hópi bestu leikmanna í heimi fæddir árið 2006 samkvæmt Guardian.
Hann hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en á eftir að fá kallið inn í A-landsliðið