fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
433Sport

Fjallað um líf Eiðs Smára á forsíðum enskra blaða í dag – „Ótrúleg arfleið“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 3. október 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þrír synir feta í fótspor hans, Chelsea goðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen og hans ótrúlega arfleið í fótboltanum,“ segir í upphafi greinar á forsíðu The Sun í dag þar sem fjallað er um Eið Smára Guðjohnsen og hans líf.

Eiður Smári er þekkt stærð á Englandi eftir magnaða tíma hans hjá Chelsea þar sem hann skoraði 78 mörk í 263 leikjum fyrir félagið.

Eiður Smári varð í tvígang enskur meistar með Chelsea en í dag er þessi fyrrum leikmaður sérfræðingur um enska boltann hjá Símanum.

Það eru synir hans þrír sem eru til umfjöllunar hjá The Sun í dag en Sveinn Aron, Andri Lucas og Daníel Tristan eru allir atvinnumenn í fótbolta.

Getty Images

Sveinn Aron Guðjohnsen

Sveinn Aron er 26 ára gamall og er elstur þriggja bræðra. Hann byrjaði ungur í akademíu Barcelona þar sem faðir hans var leikmaður

Hann fór til Gava á Spáni áður en hann fór til Íslands árið 2016 og lék með Val og Breiðablik.

Hann fór til Spezia á Ítalíu tveimur árum síðar en eftir það fór hann til Svíþjóðar og Þýskalands.

Hann spilar nú með Sarpsborg í Noregi og hefur spilað 20 landsleiki fyrir Íslands.

Mynd: Sarpsborg

Andri Lucas Guðjohnsen:

Andri er 22 ára gamall og er líkt og faðir sinn framherji. Hann mætir Chelsea í Sambandsdeildinni í kvöld.
Eins og bræður sínir var hann á Spáni þar sem hann lék með Barcelona, Gava, Espanyol og Real Madrid.

Hann spilaði 21 leik fyrir B-lið Real Madrid áður en hann fór til FIK Norrköping árið 2022.

Hann skoraði bara eitt mark í 32 leikjum þar áður en hann fór til Lyngby í Danmörku í ágúst í fyrra. Þar skoraði hann 13 mörk í 28 leikjum.

Hann gekk svo í raðir Gent í sumar og mætir Chelsea í kvöld.

Andri Lucas
Getty Images

Daníel Guðjohnsen:

18 ára og yngstur en hann hefur spilað með Gava, Barcelona, Real Madrid og Malmö.

Hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir aðallið Malmö í fyrra og var í hópi bestu leikmanna í heimi fæddir árið 2006 samkvæmt Guardian.

Hann hefur spilað fyrir yngri landslið Íslands en á eftir að fá kallið inn í A-landsliðið

Daníel Tristan Guðjohnsen
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pogba orðaður við mjög óvænt skref

Pogba orðaður við mjög óvænt skref
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lúðvík velur hóp til æfinga

Lúðvík velur hóp til æfinga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Verðlaunafé snarhækkar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum

Viðurkennir að 5 milljarða maðurinn gæti strax verið á förum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Virkilega sáttur með að hafa yfirgefið Manchester United

Virkilega sáttur með að hafa yfirgefið Manchester United
433Sport
Í gær

Svona verða undanúrslit enska deildabikarsins

Svona verða undanúrslit enska deildabikarsins
433Sport
Í gær

Víkingar mæta slóvensku eða grísku liði – Spilað í febrúar

Víkingar mæta slóvensku eða grísku liði – Spilað í febrúar