Kalvin Phillips leikmaður Ipswich segist enn í dag fá spurningar um þyngd sína eftir að Pep Guardiola stjóri Manchester City sagði að hann væri of þungur.
Guardiola lét ummælin falla í lok árs árið 2022 þegar Kalvin kom heim af Heimsmeistaramótinu í Katar með enska landsliðinu.
Kalvin var í átján mánuði hjá City áður en hann var lánaður til West Ham, hann var svo lánaður til Ipswich í sumar.
„Þið hafið eflaust heyrt af því þegar Pep kom og sagði að ég væri of þungur, þetta varð til þess að það var endalaus umræða á samfélagsmiðlum um það,“ sagði Kalvin.
„Öll félög og allir þjálfarar sem ég talaði við eftir þetta fóru strax í það að spyrja hversu þungur ég væri. Það var það fyrsta sem spurt var um.“
„Þetta varð til þess að þetta fór að pirra mig verulega, þetta fór vel í taugarnar á mér. Núna hjá Ipswich er ég hins vegar með magnaðan stjóra og ótrúlega persónu sem fór ekki í þetta.“