fbpx
Fimmtudagur 31.október 2024
433Sport

Versti fyrsti byrjunarliðsleikur í sögu úrvalsdeildarinnar?

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 29. október 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður að nafni Harrison Clarke átti mögulega verstu frumraun sem byrjunarliðsmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en hann spilar með Ipswich.

Clarke er 23 ára gamall en hann hefur undanfarin tvö ár spilað með Ipswich og kom við sögu gegn Everton í 2-0 tapi þann 19. október.

Clarke fékk að byrja sinn fyrsta úrvalsdeildarleik um helgina gegn Brentford en leikurinn tapaðist 4-3.

Varnarmaðurinn átti hreint út sagt skelfilegan leik en hann skoraði sjálfsmark, fékk á sig víti og var þá rekinn af velli.

Clarke skoraði sjálfsmarkið undir lok fyrri hálfleiks, fékk á sig vítið á 49. mínútu og svo er um 20 mínútur voru eftir var hann rekinn af velli með tvö gul spjöld.

Ipswich tókst að jafna metin í 3-3 manni færri en fékk á sig sigurmark er 96 mínútur voru komnar á klukkuna.

Þetta var aðeins annar leikur Clarke í úrvalsdeildinni og þá hans fyrsti byrjunarliðsleikur á öllum ferlinum í efstu deild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forráðamenn United báðu helstu sérfræðinga um að hætta að dásama Sancho

Forráðamenn United báðu helstu sérfræðinga um að hætta að dásama Sancho
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fór í hóp með Gylfa Þór eftir að Ten Hag var rekinn

Fór í hóp með Gylfa Þór eftir að Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United þarf að rífa fram auka 700 milljónir til að bíða ekki í 30 daga eftir Amorim

United þarf að rífa fram auka 700 milljónir til að bíða ekki í 30 daga eftir Amorim
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Benóný og Fred fengu verðlaunin sín í dag

Benóný og Fred fengu verðlaunin sín í dag
433Sport
Í gær

Heimsfrægur maður frumsýndi nýja kærustu á rauða dreglinum – Hún er tíu árum yngri og starfar fyrir Victoria’s Secret

Heimsfrægur maður frumsýndi nýja kærustu á rauða dreglinum – Hún er tíu árum yngri og starfar fyrir Victoria’s Secret
433Sport
Í gær

Lærði mikið af því að spila gegn versta liði deildarinnar

Lærði mikið af því að spila gegn versta liði deildarinnar