Arnór Sveinn Aðalsteinsson leikmaður Breiðabliks hélt góða ræðu inni í klefa liðsins fyrir úrslitaleikinn gegn Víkingi á sunnudag.
Arnór hefur nú lagt skóna á hilluna og verður aðstoðarþjálfari Breiðabliks á næstu leiktíð.
Fyrir leikinn ræddi Arnór við liðsfélaga sína en hann snéri aftur til Breiðabliks fyrir tveimur árum.
„Strákar ég ætla að þakka fyrir mig, þessi tvö ár hafa verið þau allra besti á mínum ferli,“ sagði Arnór.
Arnór hafði spilað með KR árin þar á undan en hann ólst upp í Breiðablik.
„Þessi klefi er einstakur, það er eitt game plan og það að vera tilbúinn að vera að deyja fyrir félagann. Ég verð óendanlega stoltur af þessu sama hvernig fer.“
Ræðu Arnórs og leikdag Blika má sjá hér að neðan.
View this post on Instagram