Allt er klappað og klárt hjá Manchester United til að ráða Ruben Amorim, samkomulag við Sporting Lisbon er í höfn.
Fabrizio Romano segir frá. Amorim stýrir Sporting í síðasta sinn í kvöld og heldur svo til Manchester. Sporting staðfestir tíðindin einnig.
Forráðamenn Manchester United vonast til þess að Amorim verði mættur til starfa fyrir leikinn gegn Chelsea á sunnudag.
United ákvað í gær að reka Erik Ten Hag en United þarf að rífa fram rúmar 8 milljónir punda til að losa hann.
Ruud van Nistelrooy stýrir United gegn Leicester í deildarbikarnum á morgun en forráðamenn United vilja Amorim til starfa fyrir sunnudaginn.
Amorim er 39 ára gamall.
🚨🔴 BREAKING: Manchester United are set to pay €10m exit clause for Rúben Amorim to become new manager, here we go!
Sporting confirm formal communication received from #MUFC for Amorim to be appointed.
Amorim has already said yes to Man Utd proposal and project. pic.twitter.com/v17tR1oqlm
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 29, 2024