PSG er komið í slaginn við Real Madrid um það að fá Trent Alexander-Arnold bakvörð Liverpool næsta sumar.
Fichajes á Spáni segir að franska liðið ætli sér að reyna að krækja í kappann.
Trent er 26 ára gamall hægri bakvörður en samningur hans við Liverpool rennur út næsta sumar.
Háværar sögur eru í gangi um að Trent ætli að fara frá Liverpool, félaginu sem hann hefur alist upp hjá.
Real Madrid hefur verið duglegt að láta vita af áhuga sínum en formlegar viðræður geta hafist 1. janúar.